Vinnumálastofnun hefur hlotið vottun á jafnlaunakerfi sitt hjá Vottun hf. Vottunin staðfestir samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85:2012. Stofnunin hefur með höndum yfirstjórn opinberrar vinnumiðlunar og atvinnuráðgjafar í landinu og rekur Atvinnuleysistryggingasjóð, Fæðingarorlofssjóð og ábyrgðarstjóð launa. Hún sér einnig um eftirlit og greiningar á stöðu og þróun vinnumarkaðar.