Stækkun umhverfisstjórnunarkerfis Sorpu bs.

Mánudagur, 02. febrúar 2015 15:23 Vefstjóri
Prentvæn útgáfa

Í nóvember á síðasta ári var staðfest vottun á umhverfisstjórnunarkerfi allra endurvinnslustöðva Sorpu bs. ásamt starfsemi Góða hirðisins í Fellsmúla. Áður náði vottunin til móttöku- og flokkunarstöðvar í Gufunesi, urðunarstaðar í Álfsnesi og höfuðstöðvanna við Gylfaflöt 5 í Reykjavík.

Vottaðar endurvinnslustöðvar Sorpu er staðsettar við Sævarhöfða, Ánanaust og Jafnasel í Reykjavík, Dalveg í Kópavogi, Blíðubakka í Mosfellsbæ og Breiðhellu í Hafnarfirði.