Vottun hf.

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Fréttir Vottanir Öryggis- og umhverfisstjórnunarkerfi Strendings fær vottun

Öryggis- og umhverfisstjórnunarkerfi Strendings fær vottun

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Strendingur ehf. verkfræðiþjónusta í Hafnarfirði fékk öryggis- og umhverfisstjórnunarkerfið sitt vottað samkvæmt alþjóðlegu stöðlunum ISO 45001:2018 og  ISO 14001:2015 þann 18. september 2020.  Strendingur var stofnaður 26. janúar 1995 og fæst við hönnun, ráðgjafaþjónustu á byggingarsviði, stjórnun verkefna, rannsóknir o.fl. Hjá fyrirtækinu starfa 13 starfsmenn. Öryggistjórnunarkerfinu ISO 45001 er ætlað að koma í veg fyrir slys meðal starfsmanna, viðskiptavina og almennings með markvissum áhættugreiningum, fyrirbyggjandi aðgerðum og vöktun. Með umhverfisstjórnunarkerfinu er unnið að því að draga úr umhverfisáhrifum bæði í eigin starfsemi og í hönnun lausna fyrir viðskiptavini. Strendingur er búinn að vera með vottað gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001 síðan 2010. Sjá nánar strendingur.is

Á myndinni má sjá Pétur Helgason úttektarstjóra hjá Vottun hf. afhenda Sigurði Guðmundssyni framkvæmdastjóra vottorðin. Auk þeirra eru á myndinni f.v. Gunnar H. Guðmundsson ráðgjafi frá 7.is, Hálfdan Þ. Markússon, Pétur V. Guðnason, Ásmundur Sigvaldason, Katrín Ágústsdóttir, Finnur M. Erlendsson, Jónas Ásbjörnsson, Karen Gylfadóttir, Arnar Hannes Halldórsson, S. Hjörtur Guðjónsson og Jóhann Kristinsson, starfsmenn Strendings.

 

Vottuð starfsemi

 

 

Upplýsingar um handhafa
gildra vottorða og umfang
vottana hjá Vottun hf.
fást á skrifstofu félagsins.


Vottun hf. —    NMÍ, Keldnaholti    —    112 Reykjavík    —    sími: 570-7200    —    fax: 522-9111    —    tp: vottun@vottunhf.is    —    kt: 590691-1439