Höldur ehf, sem m.a. rekur Bílaleigu Akureyrar, hlaut vottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum
ÍST 85:2012 þann 23. maí 2023 hjá Vottun hf. Markmiðið með vottuninni er að tryggja
launajafnrétti og jafna möguleika kynjanna til starfa og strafsþróunnar hjá fyrirtækinu.
Á myndinni taka þau Bergþór Karlsson, Sigurbjörg Sigurðardóttir og Jón Gestur Ólafsson við
vottorðinu úr höndum Péturs Helgasonar frá Vottun hf því til staðfestingar.