Vottun hf.

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Þjónusta Forúttektir

Forúttektir

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Fyrirtæki geta óskað eftir því að Vottun hf. geri forúttektir á stjórnunarkerfum sínum til undirbúnings vottun eða til að meta stöðu fyrirtækisins m.t.t. ákveðins stjórnunarstaðals.

Forúttektir geta falist í úttekt á skjölum stjórnunarkerfis og/eða úttekt á verklagi og vinnubrögðum starfsmanna. Þær geta beinst að ákveðnum hluta fyrirtækis eða ákveðnum kröfuköflum viðkomandi staðals, allt eftir óskum stjórnenda fyrirtækisins.

Forúttektir eru sjálfstæðar úttektir og niðurstöður þeirra hafa ekki bein áhrif á vottunarúttektir sem síðar kunna að verða gerðar.

Fjölmörg fyrirtæki hafa nýtt sér forúttektir Vottunar hf. við uppbyggingu stjórnunarkerfa sinna og við undirbúning vottunar þeirra. Hafa þessar úttektir reynst fyrirtækjum vel við að meta stöðu kerfa sinna og koma auga á þau vinnubrögð sem helst þarf að færa til betri vegar. Einnig kynnast starfsmenn vinnubrögðum úttektarmanna og fá skýrari mynd af því hvernig vottunarúttekt stjórnunarkerfis gengur fyrir sig.

 

Vottuð starfsemi

 

 

Upplýsingar um handhafa
gildra vottorða og umfang
vottana hjá Vottun hf.
fást á skrifstofu félagsins.


Vottun hf. —    NMÍ, Keldnaholti    —    112 Reykjavík    —    sími: 570-7200    —    fax: 522-9111    —    tp: vottun@vottunhf.is    —    kt: 590691-1439