Vottun hf. sérhæfir sig í að votta samræmi stjórnunarkerfa við alþjóðlega og íslenska stjórnunarstaðla. Fyrirtækið vottar samræmi við kröfur í eftirfarandi stöðlum:
- ÍST EN ISO 9001 - Gæðastjórnunarkerfi - Kröfur
- ÍST EN ISO 14001 - Umhverfisstjórnunarkerfi - Kröfur ásamt leiðsögn um notkun.
- ÍST ISO/IEC 27001 - Upplýsingatækni - Öryggistækni - Stjórnkerfi upplýsingaöryggis - Kröfur
- ÍST EN ISO 22000 - Food safety management systems - Requirements for organizations throughout the food chain.
- OHSAS 18001 - Occupational Health and Safety Management Systems - Requirements
- ÍST 85 - Jafnlaunakerfi - kröfur og leiðbeiningar.
Fyrirtækið veitir einnig þjónustu sem tengist vottunarþjónustunni með beinum hætti. Annars vegar er um að ræða kynningar eða námskeið um kröfur staðlanna og almenna túlkun þeirra við uppbyggingu stjórnunarkerfa og gerð innri úttekta á stjórnunarkerfum. Hins vegar býður Vottun hf. upp á svokallaðar forúttektir á stjórnunarkerfum, sem eru sjálfstæðar úttektir á samræmi við kröfur, án tillits til þess hvort stefnt sé að því að fá vottun.