Landsvirkjun fær OHSAS vottun

Mánudagur, 14. desember 2009 13:30 Vefstjóri
Prentvæn útgáfa

Í dag afhenti Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri Vottunar hf., Landsvirkjun vottorð því til staðfestingar að fyrirtækið hafi innleitt OHSAS 18001 staðalinn í starfsemi sinni. Staðallinn hefur að geyma kröfur á sviði öryggis- og vinnuumhverfisstjórnunar og er Landsvirkjun fjórða fyrirtækið á Íslandi sem hlýtur vottun samkvæmt honum. Fyrir hefur Landsvirkjun vottorð um samræmi við kröfur ISO 9001 og ISO 14001 staðlanna.