Kostnaður við vottun

Prentvæn útgáfa

Á skrifstofu Vottunar hf. er hægt að fá upplýsingar um kostnað við þjónustu fyrirtækisins. Kostnaður við vottun fer eftir umfangi hennar, t.d. stærð fyrirtækisins, fjölbreytni starfseminnar og hversu dreifð hún er. Verð miðast við tímagjald fyrir vinnu við yfirferð á skjölum og úttektir á verklagi en auk þess er greitt umsóknargjald í upphafi og síðan fast árgjald eftir að vottorð hefur verið gefið út. Vottun hf. gerir verðáætlun og tilboð í þjónustu, sé þess óskað.